Bangsadagur

Á morgun, miðvikudaginn 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn.

Þá mega börnin í Korpukoti koma með bangsa að heiman til að leika með í leikskólanum.

Munum að merkja bangsana svo þeir rati heim aftur. 

Foreldrakaffi

Kæru foreldrar 
Samkv. skóladagatali á að vera foreldrakaffi á eldri deildum leikskólans næstkomandi föstudag, 22.október en vegna Covid19, aðstæðna í samfélaginu og til að verja skólann okkar höfum við ákveðið að fresta foreldrakaffinu um óákveðinn tíma.

Nýtt símanúmer

Korpukot hefur fengið nýtt símanúmer 522 8800

Foreldrafundir

Kæru foreldrar

Við bjóðum ykkur að koma á foreldrafundi til að kynnast starfinu okkar.
Fundirnir verða í salnum eftirfarandi daga


Foreldra barna á Sælukot:              11.október kl. 9:00

Foreldrar barna á Sunnukoti:         12.október kl. 9:00

Foreldrar barna á Bjartakoti:         14.október kl. 9:00

Foreldrar barna á Fagrakoti:         15.október kl. 9:00

Viðburðadagatal í okt.

Blár dagur

Við minnum alla á að það er blár dagur á morgun, föstudag.
Allir sem vilja mega mæta í bláum fötum og við ætlum að bralla ýmislegt með bláum lit

Innri vefur

Sælir foreldrar/forráðamenn.

Nú höfum við tekið í notkun nýjan innri vef til að deila með ykkur myndum og upplýsingum um leik og starf á leikskólanum okkar.

Öllum foreldrum/forráðamönnum á að hafa borist tölvupóstur með lykilorði og hlekk á innri vefinn en eitthvað hefur borið á því að foreldrar/forráðamenn hafi ekki fengið póstinn. Við hvetjum ykkur eindregið til að athuga ruslasíuna (spam-folder) á tölvupóstinum ykkar.

Starfsdagur

Við minnum á starfsdaginn okkar þann 10. september næstkomandi. Þann dag er leikskólinn lokaður