Jólakveðja

Kæru fjölskyldur.

Við í leikskólanum Korpukoti óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með ósk um notalega samveru og hvíld yfir hátíðirnar.

Við viljum um leið þakka fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Við hlökkum til að taka á móti nýja árinu og öllum þeim tækifærum sem það býður upp á í leik og starfi.

Jólabíó

Í næstu viku er okkar árlega jólabíó og skiptist eins og hér segir:

Mánudagur 13.des:         Sælukot
Þriðjudagur 14.des:        Sunnukot
Miðvikudagur 15.des:     Bjartakot
Fimmtudagur 16.des:     Fagrakot

Þann dag sem jólabíóið er ætlum við að eiga einstaklega notalegar stundir saman og mega öll börn sem vilja mæta í náttfötum og með einn bangsa með sér.

Rauður dagur

Við minnum alla á að það er rauður dagur á morgun, föstudag.
Allir sem vilja mega mæta í rauðum fötum og við ætlum að bralla ýmislegt jólatengt og ekki með rauðum lit

Viðburðadagatal í des