Dagur leikskólans

Dagurinn 6. febrúar er merkisdagur í sögu íslenskra leikskóla því árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samök.

Þennan dag er vakin sérstök athygli á leikskólastiginu, hlutdeild þess í menntakefinu og samfélagslegu gildi fyrir atvinnulíf og fjölskyldur í landinu.

Við höldum daginn hátíðlegan með það að leiðarljósi að efla almenna umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara.