Blær opnar lífsgildi

Í dag, 3. mars sneri Blær við öðru krónublaði á lífsgildablóminu okkar og í ljós kom virðing.

Allir eiga skilið að njóta virðingar. Virðing felur í sér að virða reglur heima, í skólanum og annars staðar. Virðing býður upp á lýðræðisleg vinnurögð þar sem allir geta tjáð skoðanir sína óhræddir. Að sýna virðingu felur einnig í sér sjálfsvirðingu. Tal og framkoma sem einkennist af virðingu veitir fólki þá reisn sem því ber.

Öskudagurinn

Á morgun, miðvikudag, er öskudagurinn. Þá mega þau börn sem vilja koma í búningum, náttfötum eða kósýgalla. Það er nú bara þannig að það er misjafnt eftir börnum hvort þau vilji vera í búningum eða ekki á þessum degi. Það sem mestu skiptir er að þeim líði vel og skemmti sér með vinum sínum.

Dagur leikskólans

Dagurinn 6. febrúar er merkisdagur í sögu íslenskra leikskóla því árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samök.

Þennan dag er vakin sérstök athygli á leikskólastiginu, hlutdeild þess í menntakefinu og samfélagslegu gildi fyrir atvinnulíf og fjölskyldur í landinu.

Við höldum daginn hátíðlegan með það að leiðarljósi að efla almenna umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara.

Sumarfrí

Blær opnar lífsgildi

Í dag, 13. janúar sneri Blær við öðru krónublaði á lífgildablóminu okkar og í ljós kom samkennd.

Samkennd er sá hæfileiki að setja sig í spor annarra, geta glaðst og fundið til með öðrum ásamt því að gefa öðrum af sér. Samkennd endurspeglast í þeirri virðingu sem við sýnum hvert öðru.

Vasaljósadagur

Á morgun, 11.janúar, er vasaljósadagur hjá okkur í Korpukoti. Þá mega allir krakkar mæta með vasaljós í leikskólann. Við ætlum að gera okkur glaðan dag og uppgötva margt skemmtilegt með ljós og skugga.

Starfsdagur

Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudaginn 6.janúar.
Þann dag er leikskólinn lokaður.

Gleðilega hátíð

Kæru fjölskyldur.

Við í leikskólanum Korpukoti óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með ósk um notalega samveru og hvíld yfir hátíðirnar.

Við viljum um leið þakka fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Við hlökkum til að taka á móti nýja árinu og öllum þeim tækifærum sem það býður upp á í leik og starfi.

Jólin í Korpukot

Hér má sjá jóladagskrá okkar í Korpukoti

Lestrarsprettur Lubba

Í dag, 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu og í tilefni af honum erum við með lestrarsprett Lubba. Þessa vikuna söfnum við málbeinum fyrir Lubba. Málbeinin eru send heim og skrifa foreldrar á þau þær bækur sem eru lesnar heima með börnunum. Beinunum söfnum við svo saman í myndalegt beinasafn fyrir Lubba sem við hengjum upp hér í leikskólanum

Við hvetjum ykkur til að lesa með börnunum ykkar vikuna 14.nóv – 18.nóv sem og allar aðrar vikur ársins því besta gjöfin sem þú gefur barninu þínu er að lesa fyrir það. Samvera, umræður, orðaforði og málþroski er öllum börnum svo verðmætt.