Starfsdagur


Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudaginn 27. maí.
Þann dag er leikskólinn lokaður.

Útidótadagur

Á morgun er útidótadagur í Korpukoti. Þá mega þeir sem vilja koma með dót af heiman til að leika með í útiveru. Við minnum ykkur á að merkja dótið vel svo það skili sér aftur heim í lok dags.

Bilaður sími

Því miður er síminn okkar bilaður en unnið er að viðgerð. Það er hægt að ná í okkur í Korpukoti í síma 5228801

Gleðilegt sumar

Kæru fjölskyldur.

Við hér í Korpukoti viljum óska ykkur öllum gleðilegs sumars og um leið þakka fyrir ánægjulegt samskipti á skólaárinu sem er nú brátt á enda komið.

Við hlökkum til að taka á móti sumrinum með börnunum ykkar, með sól í hjarta og bros á vör.

Páskakveðja


Kæru fjölskyldur.

Við í Korpukoti sendum ykkur öllum hlýjar páskakveðjur og vonum að þið eigið saman góðar stundir í fríinu.

Leikskólinn er lokaður á skírdag, föstudaginn langa og annan páskum.

-Sjáumst hress þann 19.apríl

Boltadagur

Á miðvikudaginn næsta er boltadagur í Korpukoti. Þá hvetjum við öll börn til að koma með einn bolta í leikskólann. Við ætlum að taka á móti vorinu með alls konar skemmtilegum boltaleikjum og fjöri.
Munum að merkja boltana.

Föstudagspóstar

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna munu föstudagspóstar þessarar viku birtast á mánudaginn nk.

-Góða helgi

Öskudagur

Á morgun, miðvikudag, er öskudagurinn. Þá mega þau börn sem vilja koma í búningum, náttfötum eða kósýgalla. Það er nú bara þannig að það er misjafnt eftir börnum hvort þau vilji vera í búningum eða ekki á þessum degi. Það sem mestu skiptir er að þeim líði vel og skemmti sér með vinum sínum.

Ódótadagur

Á morgun, þriðjudag, er ódótadagur en þá leikum við okkur með alls konar efnivið en engin leikföng. Við leikum okkur með föt, dollur, box og fleira og mega öll börn koma eitt ódót að heiman. Börnin mega þá koma með eitthvað sem er skemmtilegt að leika með sem er þó ekki dót, t.d. eldhúsáhöld, hatta, gömul föt eða þess háttar. Gæta þess þarf þó að ódótið sé hvorki brotthætt né hættulegt