Lífsgildin

Lífsgildin

Rauði þráðurinn í starfi leikskólans er Lífsgildablóm, þar sem laublöð þess geyma lífsgildin. Þetta eru vinátta, virðing, hjálpsemi, kurteisi og samkennd. Hvert lífsgildi ræktum við með okkur tvo mánuði í senn. Á því tímabili sem hvert lífsgildi er tekið fyrir er krónublaði snúið við og í ljós kemur hvaða lífsgildi verður lögð höfuðáhersla á, á því tímabili.

Nýtt lífsgildi er afhjúpað í sameiginlegri söngstund og innleidd eru lög í barnahópinn sem innihalda þau hugtök sem við vinnum með hverju sinni. Við leggjum áherslu á lífsgildin markvisst með börnum leikskólans í samverustundum þar sem börnin geta tjáð sig og sínar skoðanir um hvað hvert lífsgildi felur í sér. Einnig rúmast lífsgildin innan allra námssviða, tækifærin eru allstaðar. Á ungbarnadeildum eru lífsgildin lögð inn í daglegum samskiptum eins og aldurssvarandi þroski og geta leyfir. Eftir því sem börnin þroskast yfirfæra þau þekkingu sína og hugtakaskilning lífsgildatrésins í félagsleg samskipti sín á milli og almennt.